Monday, February 9, 2009

Valentínusardagur

Eins og þið eflaust vitið, elsku vinir mínir og lesendur er ég í afar rómantískum hugleiðingum þessa dagana enda ástfangin eins og gaukur í búri.

Þess vegna fannst mér ekki annað við hæfi en að setjast niður við kertaljós svona rétt fyrir Valentínusardaginn og semja ástaróð til ástmanns míns og elshuga.

Svona var útkoman :

Elsku Heiðar
Viltu gefa mér skeiðar*
Því mig langar svo
Að borða þig
Eins og rjómaís með súkkulaðisósu
Og nóakroppi.

(*hvað í andskotanum rímar við Heiðar ?)

Þetta er ef til vill hvorki fallegt né rómantískt ljóð (en það er svo sannarlega rjómantískt ef einhver var að spá í því…) en féll kannski bara vel í kramið þegar ástmaður minn tjáði mér að honum finndist Valentínusardagurinn viðbjóðslegur dagur, amerísk neysluvara innflutt af Léttbylgjunni undir því yfirskini að geta óáreitt spilað endalaus ömurleg ástarlög í heilan dag, og ef að hann myndi færa mér eitthvað á þessum tiltekna degi yrði það eitthvað ógeðslegt eins og tíu tíma ljósakort.

Í ljósi þessa þykir mér þetta ljóð einkar vel heppnað og passa vel að þeim hugmyndafræðilega ramma sem Heiðar skeiðar styður…

Er ekki ?

P.s. Til hamingju með daginn Kári!

2 comments:

  1. Takk og til hamingju með gott og gerilsneytt blogg!

    Nokkur dæmi:
    Heiðar, allar leiðir eru þér greiðar.

    Ekki fara á hausaveiðar.

    Rétt hjá Egilsstöðum eru Eiðar.

    Þú heitir ekki Hreiðar.

    Vinnur þú að útflutningi skreiðar?

    ps skæp bráðum?

    ReplyDelete
  2. Skrítið að ég hafði ekki hugsað Eiðar...

    Ég get skæp á morgun um morguninn eða á föstudaginn. Hvað hentar þér minn kæri? Ég er orðin svo spennt að heyra Berlínarsögur, sá eitthvað um súdanskt hrökkbrauð á facebookveggnum hennar elínar og ég get svo svarið að hjartað er búið að vera í buxunum síðan!

    ReplyDelete