Thursday, July 1, 2010

Myndir

Af einhverjum ástæðum virðist ég aðeins taka myndir af mat, matargerð og fólki að borða.



Svo virðist sem Elín sé alltaf í mat hjá okkur og að hún og Heiðar séu alltaf geðveikt hress á kantinum þegar hana ber að garði. Sem er reyndar rétt.



Hugmyndin með þessum pósti var að taka saman nokkrar handahófskenndar myndir sem við höfum tekið í sumar og reyna að fá nokkurskonar myndasögu af sumrinu. Samkvæmt þessum myndum höfum við lítið annað gert en eldað og borðað sem er kannski dálítið rétt en hey, hvar eru allar vinnustundirnar, útskriftin, fjallgöngurnar, leiðsögnin hans Heiðars í Viðey, opnunin á sýningunni í Hafnarborg, Snæfellsnes, salat og kryddjurtaræktunin, grillveislurnar og allir gestirnir sem við höfum fengið í sumar? No lo se...









Ég viðurkenni að þetta er mjög handahófskennt og bara yfirhöfuð skrítið en ég vona að ég detti hérna inn einhverntíma og ákveði í kjölfarið að gera Bloody Mary og Tikka Masala.
Þessi póstur er því tilraun til að hafa áhrif á framtíðina með óbeinum hætti sem væri vafalaust hægt að útskýra betur með kenningum fyrirbærafræðarinnar (sem ég hélt í svona tvo daga að væri fyrirBURAfræði og hugsaði alltaf með sjálfri mér hvers vegna í andskotanum Heiðar hefði áhuga á slíku... )

No comments:

Post a Comment